mið 23. janúar 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Hvað gerir Burton núna gegn City?
Lærisveinar Guardiola eru með 9-0 forskot eftir fyrri leikinn.
Lærisveinar Guardiola eru með 9-0 forskot eftir fyrri leikinn.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Burton Albion í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins á þessu miðvikudagskvöldi.

Fyrri leikurinn endaði með 9-0 sigri Manchester City á Etihad-vellinum og það er því enginn möguleiki á öðru en að City spili í úrslitaleiknum, gegn annað hvort Tottenham eða Chelsea.

Burton Albion er í ensku C-deildinni, en það verður fróðlegt að sjá hvort liðinu takist ekki að stríða City aðeins meira í kvöld.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að gefa þeim leikmönnum sem ekki hafa spilað mikið tækifæri.

Leikur dagsins:
19:45 Burton - Manchester City (Stöð 2 Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner