Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 16:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða KA 
Bjarni Mark til Brage í Svíþjóð (Staðfest)
Bjarni Mark Antonsson.
Bjarni Mark Antonsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarni Mark Antonsson hefur yfirgefið KA en hann hefur verið seldur til sænska B-deildarfélagsins IK Brage. Liðið hafnaði í sjötta sæti í Superettan á síðasta tímabili.

Bjarni, sem er 23 ára, var einn besti leikmaður KA í fyrra og var meðal annars valinn leikmaður ársins af Schiöthurum, stuðningsmannasveit KA.

„Ég er afskaplega ánægður fyrir hönd Bjarna og þess frábæra starfs sem unnið er hér í KA til að efla leikmenn okkar til þátttöku á sem hæsta styrk, innanlands sem og erlendis," sagði Hörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA við heimasíðu félagsins.

„Auðvitað bærast í mér blendar tilfinningar því ég hefði svo sannarlega viljað hafa Bjarna áfram hjá KA því hann er góður leikmaður og styrkir hóp okkar mjög mikið. Á sama tíma gleðst ég gleðst ég yfir því leikmaður frá KA fari í atvinnumennsku, beint frá KA. Það er eitt af hlutverkum félagsins að stuðla að þvi að draumar leikmanna ræstist hverjir sem þeir svo eru."
Athugasemdir
banner
banner
banner