Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. janúar 2019 17:19
Magnús Már Einarsson
Sóley María í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Íslands og bikarmeistarar Breiðabliks hafa fengið miðvörðinn Sóleyju Maríu Steinarsdóttur í sínar raðir frá Þrótti R.

Sóley er fædd árið 2000 en hún er uppalinn í Þrótti. Hún hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu í meistaraflokki þar sem hún hefur þegar leikið 52 leiki fyrir meistaraflokk Þróttar og skorað í þeim 4 mörk.

Fyrstu leikina í meistaraflokki spilaði Sóley á fimmtánda aldursári þegar hún lék þrjá leiki í Pepsi deild kvenna árið 2015 með Þrótti. Í sumar var hún í lykilhlutverki hjá Þrótti í Inkasso-deildinni og var í lok tímabils valin í lið ársins af leikmönnum og þjálfurum liðanna í deildinni. Sóley var valin íþróttamaður Þróttar árið 2018.

Sóley hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og á að baki 21 unglingalandsleik. Þar af 11 leiki með U17 og 10 leiki með U19.

„Sóley María bætist í hinn unga en mjög öfluga meistaraflokkshóp félagsins og verður spennandi að fylgjast með henni á næstu misserum. Við bjóðum Sóleyju Maríu velkomna í Breiðablik," segir í tilkynningu frá Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner