Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. janúar 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yngstur í úrvalsdeildinni en telur sig geta bjargað Huddersfield
Jan Siewert, yngsti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar.
Jan Siewert, yngsti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Huddersfield er á botni ensku úrvalsdeildarinnar en Siewert hefur trú á því að hann geti bjargað liðinu.
Huddersfield er á botni ensku úrvalsdeildarinnar en Siewert hefur trú á því að hann geti bjargað liðinu.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Jan Siewert er nýr stjóri Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 36 ára Siewert kemur til Huddersfield eftir að hafa þjálfað varalið Borussia Dortmund. Hann tekur við af David Wagner, sem þjálfaði líka varalið Dortmund áður en hann tók við Huddersfield.

Huddersfield er á botni ensku úrvalsdeildarinnar, en Siewert segist vongóður um að geta haldið liðinu uppi.

„Ef ég hefði ekki trú á því, þá væri ég ekki hérna," sagði Siewert á blaðamannafundi þar sem hann var kynntur til leiks. „Við þurfum að leggja hart að okkur, undirbúa okkur vel fyrir allt og gera okkar besta."

„Það eru 15 leikir eftir og það eina sem ég er að einbeita mér að er verkefnið mitt með liðinu. Ég mun gefa allt í þessa leiki."

Sam Allardyce var fyrsta nafnið sem kom fram í umræðunni um starfið eftir að Wagner hætti. Allardyce sagði hins vegar í viðtali stuttu síðar að hann gæti ekki bjargað Huddersfield. Siewert er greinilega á öðru máli.

Vill ekki vera líkt við Wagner
Siewert er yngsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni, en skiljanlega þá er honum líkt við David Wagner þar sem þeir fara sömu leið, frá varaliði Dortmund til Huddersfield. Hann vill aftur á móti forðast það að vera líkt við forvera sinn.

„Ég hef alltaf farið mínar leiðir. Það er ekki hægt að líkja mér við David Wagner vegna þess að hann er frábær stjóri og náði miklum árangri hér," sagði Siewert.

„En þetta er mitt starf núna. Þetta er nýr kafli og það mikilvægasta er að ég hef reynslu af því að vinna með góðum fótboltamönnum, hjá Dortmund fékk ég frábær tækifæri og núna vil ég skora á sjálfan mig."

„Ég er Jan Siewert og verð að fara eftir mínum aðferðum, eins og David Wagner fór eftir sínum aðferðum."
Athugasemdir
banner
banner