mið 23. janúar 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan segir Kane að fara frá „venjulega félaginu" Tottenham
Harry Kane er besti leikmaður Tottenham, og fyrirliði enska landsliðsins.
Harry Kane er besti leikmaður Tottenham, og fyrirliði enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Zlatan er fyrrum leikmaður Man Utd.
Zlatan er fyrrum leikmaður Man Utd.
Mynd: Getty Images
Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic hefur hvatt Harry Kane til að yfirgefa Tottenham. Hann segir að Kane verði að fara frá Totteham til að berjast um titla.

Kane, fyrirliði enska landsliðsins, kom upp í gegnum akademíuna hjá Spurs og er besti leikmaður liðsins í dag.

Kane er 25 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir Tottenham. Til sönnunar um það hefur hann tvisvar verið markahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir frábæran árangur fyrir framan markið á Kane eftir að vinna titil með Tottenham.

Zlatan leikur í dag með Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni, en hann lék áður með stórliðum á borð við Inter, Juventus, AC Milan, PSG og Manchester United.

„Þegar ég var í Englandi, þá sá ég hann spila. Hann er góður sóknarmaður, en er enn að þróa sinn leik. Hann er að gera góða hluti," sagði Zlatan við BetHard.

„En ég segi alltaf, það er mjög öðruvísi að spila hjá stórliði en hjá... með fullri virðingu fyrir Tottenham, 'venjulegu félagi'."

„Hann þarf að færa sig um set, fólk mun muna eftir því hvað þú vinnur. Ef hann hefur áhuga á því að vinna eitthvað, þá þarf hann að breyta til."

Kane hefur verið orðaður við Real Madrid, en ef hann færi frá Tottenham þá myndi hann vera rándýr. Hugsanlegt er að hann bæti met Neymar (200 milljónir punda) og verði dýrasti leikmaður sögunnar ef hann fer frá Tottenham eins og Zlatan segir honum að gera.

Kane er meiddur í augnablikinu og mun ekki spila fyrir Tottenham fyrr en í mars. Tottenham er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið er í undanúrslitum deildabikarsins og á möguleika á þeim titli. Tottenham mætir Chelsea á morgun í seinni leik liðanna í undanúrslitunum, Spurs vann fyrri leikinn 1-0.
Athugasemdir
banner
banner