þri 22. janúar 2019 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Usain Bolt leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Fótboltaskórnir eru komnir upp á hillu hjá fyrrum spretthlauparanum Usain Bolt.

Jamaíkumaðurinn Bolt er áttfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupum en hann lagði hlaupaskóna á hilluna 2017 og stefndi þá á feril í fótboltanum.

Hann æfði með nokkrum liðum og var í nokkrar vikur hjá Central Coast Mariners í Ástralíu. Central Coast Mariners reyndi að semja við Bolt, en samningurinn þótti ekki ásættanlegur.

Stuttur fótboltaferill hans er núna á enda.

„Það var gaman á meðan það entist," sagði Bolt að þvi er kemur fram á ESPN.

Bolt, sem er 32 ára, segir að íþróttaferli sínum sé lokið og nú fari hann að einbeita sér að viðskiptum.
Athugasemdir
banner
banner