banner
   þri 22. janúar 2019 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vandræði Henry halda áfram - Mónakó úr leik í bikarnum
Henry er í basli með Mónakó.
Henry er í basli með Mónakó.
Mynd: Getty Images
Vandræði Thierry Henry halda áfram með lið Mónakó.

Um síðastliðna helgi tapaði Mónakó 5-1 fyrir Strasbourg á heimavelli og kallaði Henry ömmu andstæðings ljótum orðum. Henry baðst síðar afsökunar á þessu.

Í kvöld spilaði Mónakó við Metz á heimavelli í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar og þrátt fyrir að vera með leikmenn eins og Falcao, Youri Tielemans og Aleksandr Golovin inn á vellinum, og jú, Cesc Fabregas á bekknum, þá tapaði Mónakó.

Eftir að Falcao hafði jafnað fyrir Mónakó í 1-1 undir lok fyrri hálfleiks gekk Metz frá leiknum í síðari hálfleik og vann 3-1.

Metz er á toppnum í frönsku B-deildinni.

Mónakó hefur spilað 20 leiki síðan Henry tók við og aðeins unnið fimm af þeim. Mónakó er í 19. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf Henry.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner