mið 23. janúar 2019 10:09
Elvar Geir Magnússon
Lagt til að formaður ÍTF komi inn í stjórn KSÍ
Markaðsmál á leið í hendur ÍTF?
Áhugavert ársþing framundan.
Áhugavert ársþing framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Haraldsson úr Víkingi Reykjavík er formaður ÍTF.
Haraldur Haraldsson úr Víkingi Reykjavík er formaður ÍTF.
Mynd: ÍTF
Umsvif ÍTF (Íslenskur Toppfótbolti) gætu aukist mikið eftir ársþing KSÍ sem fram fer þann 9. febrúar. ÍTF eru sérstök hagsmunasamtök félaga á Íslandi en í þeim eru félög í Pepsi- og Inkasso-deildinni.

Síðan ÍTF var stofnað hefur verið talað um ágreining milli samtakanna og KSÍ en báðir aðilar sagt að mikilvægt sé að vinna saman.

Ítök ÍTF í íslenskum fótbolta munu aukast mikið ef tillögur til lagabreytinga, sem stjórn KSÍ leggur fram, verða samþykktar á komandi ársþingi. KSÍ sendi tillögurnar til aðildarfélaga sinna.

Þar er lagt til að formaður ÍTF muni framvegis sitja í stjórn KSÍ og því mun stjórnarmönnum fjölga um einn. Haraldur Haraldsson úr Víkingi Reykjavík er formaður ÍTF.

Einnig er lagt til að öll réttindi, auglýsinga og markaðssetning fyrir Pepsi-deild og Inkasso fari í hendur ÍTF en samtökin hafa talað fyrir því undanfarið ár.

Meðal annarra lagabreytinga sem stjórn KSÍ leggur til er að félög sem ekki eru a.m.k. með eitt lið í yngri flokkum geta aldrei fengið meira en eitt atkvæði á ársþingi.

Það má búast við áhugaverðu ársþingi framundan en flestra augu munu beinast að formannsslagnum. Geir Þorsteinsson, heiðursformaður, bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni.

Ekki hafa fleiri framboð til formanns verið staðfest en framboðsfrestur rennur út á laugardaginn.

Ársþing 2019:
Hlaðvarp - Viðtal við Geir Þorsteins
Hlaðvarp - Viðtal við Guðna Bergs
Miklar breytingar á stjórn KSÍ - varaformaðurinn hættir
Þorsteinn Gunnarsson býður sig fram í stjórn KSÍ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner