mið 23. janúar 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Coutinho fær líflínu hjá Barcelona - Dembele meiddur
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho er ekki á leið frá Barcelona í þessum glugga. Brasilíumaðurinn hefur ekki staðið undir væntingum hjá Barcelona þar sem hann hefur ekki náð sömu hæðum og hann gerði hjá Liverpool.

Leikgleðin virðist ekki sú sama hjá Coutinho og var talað um að hann gæti farið frá Barcelona áður en janúarglugganum verður lokað.

Nú segja fjölmiðlar frá því að Coutinho fái tækifæri til að sýna sig og sanna í komandi leikjum vegna meiðsla Ousmane Dembele.

Frakkinn meiddist á ökkla í sigrinum gegn Leganes og missir af næstu þremur leikjum að minnsta kosti. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, vonast til þess að Coutinho stígi upp og finni sitt fyrra form.

Coutinho náði sér ekki á strik gegn Leganes og á í erfiðleikum með að finna stöðugleika.

Þrátt fyrir vandamál Coutinho eru forráðamenn Barcelona tilbúnir að sýna leikmanninum þolinmæði. Hann fær nú þrjá byrjunarliðsleiki í röð, bikarleik gegn Sevilla og deildarleiki gegn Girona og Valencia.

Dembele hefur verið á undan honum í goggunarröðinni eftir flotta frammistöðu.
Athugasemdir
banner
banner