Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. janúar 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Gary Martin stal skóm af leikmönnum Newcastle
Gary stal skóm af Kieron Dyer.
Gary stal skóm af Kieron Dyer.
Mynd: Getty Images
Gary Martin, framherji Vals, er gestur vikunnar í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Þar fer hann yfir ferilinn og rifjar meðal annars upp strákapör úr æsku.

„Ég ólst upp í Darlington og ég kem úr erfiðu hverfi," sagði Gary í Miðjunni. „Ég var erfiður krakki en ég hef þroskast núna."

Gary var rekinn úr unglingaliði Darlington þegar hann var 15 ára gamall. Darlington hafði spilað æfingaleik á æfingasvæði Newcastle og Gary og nokkrir vinir hans stálu þar takkaskóm af leikmönnum í aðalliði Newcastle.

„Ég og vinir mínir fórum inn í búningsklefa Newcastle og stálum 10 takkaskóm. Við tókum 3-4 pör á mann en vissum ekki að það væru myndavélar í klefanum. Ég fór síðan heim og seldi pörin til vina minna á 20 pund hvert þeirra. Mér leið eins og milljónamæringi því þetta var mikill peningur," sagði Gary en skórnir voru frægum leikmönnum.

„Ég man að þetta voru skór frá Kieron Dyer og einhverjum frönskum leikmönnum. Við reyndum að finna skóna hjá Alan Shearer en þeir voru ekki þarna."

Faðir Gary hringdi í hann daginn eftir og tilkynnti að þjófnaðurinn hefði komist upp. Darlington ákvað að reka Gary og félaga hans úr liðinu en í kjölfarið fékk Middlesbrough síðan Gary í sínar raðir. Þar var hann til tvítugs þegar hann gekk til liðs við ÍA. Í Miðjunni fer Gary yfir fleiri strákapör frá yngri árum.

Smelltu hér til að hlusta á Gary Martin í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner