banner
   mið 23. janúar 2019 15:20
Elvar Geir Magnússon
Arnór Smára áfram hjá Lilleström (Staðfest)
Arnór á landsliðsæfingu fyrr í þessum mánuði.
Arnór á landsliðsæfingu fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Smárason verður áfram hjá Lilleström eftir allt saman en hann segist vera ánægður með þann metnað sem félagið hefur sýnt og það vilji taka næsta skref.

Arnór, sem er þrítugur Skagamaður, kom til Lilleström frá Hammarby í Svíþjóð síðasta sumar og skoraði sjö mörk í þrettán deildarleikjum.

Mörg félög sýndu honum áhuga en hann ákvað á endanum að gera nýjan tveggja ára samning við Lilleström sem endaði í 12. sæti í norsku úrvalsdeildinni

Arnór er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna Lilleström og fékk gælunafnið 'Smáradona'.

Hann hefur á atvinnumannaferlinum leikið í Hollandi, Svíþjóð, Danmörku og Rússlandi.

Arnór var í landsliðshópi Íslands sem fór til Katar fyrr í þessum mánuði og lék gegn Svíþjóð og Eistlandi. Báðir leikir enduðu með jafntefli.

„Maður vill koma sér nær aðalhópnum. Það er stefnan hjá öllum hérna," sagði Arnór við Fótbolta.net en hann á 26 landsleiki á ferilskrá sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner