Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 23. janúar 2019 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Barcelona tapaði
Kevin-Prince Boateng í baráttunni í kvöld
Kevin-Prince Boateng í baráttunni í kvöld
Mynd: Getty Images
Sevilla 2 -0 Barcelona
1-0 Pablo Sarabia ('58 )
2-0 Wissam Ben Yedder ('76 )

Sevilla vann Barcelona 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins en spilað var á Estadio R. Sanchez Pizjuan leikvanginum í Sevilla.

Heimamenn voru töluvert betri í leiknum og fengu mörg ákjósanleg færi. Börsunga fengu hins vegar frábært tækifæri til að komast yfir en Malcom skaut þá í hliðarnetið fyrir opnu marki.

Kevin-Prince Boateng var að spila sinn fyrsta leik fyrir Barcelona en hann kom á dögunum frá Sassuolo á láni. Hann stóð sig vel þar sem hann spilaði sem fremsti maður.

Pablo Sarabia kom Sevilla yfir á 58. mínútu með góðu skot úr teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri áður en Wissam Ben Yedder bætti við öðru á 76. mínútu.

Lokatölur 2-0 fyrir Sevilla og gott veganesti fyrir síðari leikinn sem fer fram á Nou Camp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner