Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. janúar 2019 09:30
Brynjar Ingi Erluson
PSG að hafa betur í baráttunni um Paredes
Leandro Paredes
Leandro Paredes
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Paris Saint-Germain er að sigra baráttuna um Leandro Paredes, leikmann Zenit í Pétursborg en það er Goal.com sem greinir frá þessu.

Paredes er 24 ára gamall en hann spilaði í tvö ár á Ítalíu áður en hann hélt til Rússlands fyrir tveimur árum.

Hann samdi við Chievo árið 2014 áður en hann var keyptur til Roma en honum tókst þó aldrei að finna sig þar áður en hann hélt til Zenit.

Paredes hefur verið lykilmaður í liði Zenit sem er í toppsæti rússnesku deildarinnar. Chelsea og Paris Saint-Germain hafa bæði lagt fram tilboð í leikmanninn en PSG er að hafa betur.

Chelsea lagði fram 30 milljón evra tilboð í hann en PSG er tilbúið að borga töluvert meira eða 45 milljónir evra.

Chelsea sá Paredes fyrir sér sem arftaka Cesc Fabregas sem fór til Mónakó á dögunum en félagið virðist þurfa að finna sér annan leikmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner