Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. janúar 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Victor Moses á leið til Fenerbahce
Moses í leik gegn Íslandi á HM síðastliðið sumar.
Moses í leik gegn Íslandi á HM síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Victor Moses, leikmaður Chelsea, er á leið til tyrkneska félagsins Fenerbahce á láni en gengið verður frá félagaskiptunum í dag.

Nígeríumaðurinn var fastamaður sem vængbakvörður í 3-4-3 leikkerfi Antonio Conte þegar Chelsea varð meistari tímabilið 2016/2017.

Eftir að Maurizio Sarri tók við síðastliðið sumar og fór í 4-3-3 hefur Moses verið úti í kuldanum.

Samtals hefur Moses einungis leikið fimm leiki í öllum keppnum með Chelsea í vetur.

Félög í Kína sýndu Moses áhuga en hann hefur ákveðið að fara til Tyrklands á láni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner