Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. janúar 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Viðræður Man Utd við De Gea og Martial ganga vel
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að samningaviðræður við David De Gea og Anthony Martial séu í góðum farvegi.

Báðir leikmenn eru með samning til sumarsins 2020 en eiga í viðræðum um framlengingu.

Martial er sagður vera nálægt því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við United.

„Ég held að þetta sé að færast í rétta átt hjá félaginu en ég leyfi rétta fólkinu að sjá um þetta," sagði Solskjær.

„Ég veit ekki hversu langt þeir eru frá þessu en vonandi fáum við góðar fréttir á næstu vikum."
Athugasemdir
banner
banner