Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 29. janúar 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Hjörvar Hafliða spáir í leiki vikunnar á Englandi
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Martial skorar tvö samkvæmt spá Hjörvars.
Martial skorar tvö samkvæmt spá Hjörvars.
Mynd: Getty Images
Salah verður með fernu ef spá Hjörvars rætist.
Salah verður með fernu ef spá Hjörvars rætist.
Mynd: Getty Images
Eftir bikarhelgi fara hjólin að snúast aftur í ensku úrvalsdeildinni í dag og á morgun þegar heil umferð er á dagskrá.

Jóhann Gunnar Einarsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi fyrir rúmri viku.

Dr. Football, Hjörvar Hafliðason, spáir í leikina að þessu sinni.



Arsenal 3 - 0 Cardiff (19:45 í kvöld)
Þetta er auðveldur heimasigur. Auba með tvö og Neil Warnock verður rekinn í miðri viku.

Fulham 2 - 0 Brighton (19:45 í kvöld)
Lukkuhjólin fara loksins að snúast Fulham í vil.

Huddersfield 1 - 3 Everton (19:45 í kvöld)
Það er loksins komið að því að Gylfi skori beint úr aukaspyrnu.

Wolves 2 - 1 West Ham (19:45 í kvöld)
Þetta er erfiðasti leikurinn til að tippa á. Úlfarnir taka þetta 2-1 með mörkum frá Raul Jimenez og Jota.

Manchester United 4 - 0 Burnley (20:00 í kvöld)
Martial skorar tvö, Pogba eitt og Rashford eitt.

Newcastle 0 - 2 Manchester City (20:00 í kvöld)
Þetta verður aðeins erfiðara en menn halda. Kevin De Bruyne og Sane skora mörkin.

Bournemouth 2 - 2 Chelsea (19:45 á morgun)
Það er vond holning yfir Chelsea liðinu þrátt fyrir ágætis viku. Þeir gera jafntefli suður með sjó.

Southampton 1 - 0 Crystal Palace (19:45 á morgun)
Palace menn eru sáttir eftir bikarsigurinn. Hasenhuttl og félagar vinna 1-0.

Liverpool 5 - 1 Leicester (20:00 á morgun)
Mohamed Salah gerir Fantasy eigendum mikinn greiða með því að skora fjögur mörk.

Tottenham 3 - 1 Watford (20:00 á morgun)
Son mætir óvænt aftur í byrjunarliðið eftir Asíubikarinn. Hann setur tvær slummur og kveikir aðeins í þessu.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner