Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. janúar 2019 15:44
Magnús Már Einarsson
Fimm vilja í stjórn KSÍ - Formannsslagur Guðna og Geirs
Þóroddur Hjaltalín býður sig fram í varastjórn
Þóroddur Hjaltalín hefur lagt flautuna á hilluna og sækir nú um að komast í varastjórn KSÍ.
Þóroddur Hjaltalín hefur lagt flautuna á hilluna og sækir nú um að komast í varastjórn KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur staðfest hvaða framboð bárust fyrir ársþing sambandsins sem fer fram laugardaginn 9. febrúar næstkomandi.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sækist eftir endurkjöri sem formaður og Geir Þorsteinsson, heiðursformaður, býður sig einnig fram. Ekki bárust fleiri framboð til formanns.

Tveggja ára kjörtímabili fjögurra stjórnarmeðlima er að ljúka en það eru Borghildur Sigurðardóttir, Guðrún Inga Sívertsen, Magnús Gylfason og Vignir Már Þormóðsson. Borghildur og Magnús gefa áfram kost á sér í stjórn en Guðrún Inga og Vignir ætla ekki að bjóða sig fram.

Ásgeir Ásgeirsson, Davíð Rúrik Ólafsson og Þorsteinn Gunnarsson gefa allir kost á sér í stjórn. Ásgeir er fyrrum formaður knattspyrnudeildar Fylkis, Davíð Rúrik er varaformaður Víkings R. og formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Þorsteinn er fyrrum íþróttafréttamaður og formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur en hann tilkynnti framboð sitt í síðustu viku.

Þá er einnig kosið í varastjórn KSÍ. Jóhann Torfason sækist eftir endurkjöri þar en Kristinn Jakobsson og Ingvar Guðjónsson ætla ekki að halda áfram. Guðjón Bjarni Hálfdánarson þjálfari Árborgar, Hilmar Þór Norðfjörð og Þóroddur Hjaltalín fyrrum dómari gefa kost á sér í varastjórnina auk Jóhanns. Þrír aðilar skipa varastjórnina.

Jakob Skúlason (Vesturlandi), Björn Friðþjófsson (Norðurlandi), Bjarni Ólafur Birkisson (Austurlandi) og Tómas Þóroddsson (Suðurlandi) gefa kost á sér í kosningu aðalfulltrúa landsfjórðunga.

Ársþing 2019:
Hlaðvarp - Viðtal við Geir Þorsteins
Hlaðvarp - Viðtal við Guðna Bergs
Miklar breytingar á stjórn KSÍ - varaformaðurinn hættir
Þorsteinn Gunnarsson býður sig fram í stjórn KSÍ
Tillögur á ársþingi - Varalið í mfl kvenna og breytingar á yngri flokkum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner