Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 05. febrúar 2019 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bróðir Pogba: Hann vildi fara út af Mourinho
Mynd: Getty Images
Mathias Pogba, bróðir Paul, segir að bróðir sinn hafi verið tilbúinn að yfirgefa Manchester United ef Jose Mourinho hefði áfram verið knattspyrnustjóri félagsins.

Mourinho var rekinn í desember síðastliðnum, en það var orðið stirt sambandið á milli Mourinho og Pogba. Í síðustu leikjunum áður en Mourinho var rekinn hafði hann Pogba á bekknum.

Síðan Ole Gunnar Solskjær tók við hefur Pogba verið besti leikmaður Manchester United og einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

„Hugsaði Paul um að fara út af Mourinho? Auðvitað," sagði Mathias við frönsku sjónvarpsstöðina Telefoot.

Pogba var mikið orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var hann líka orðaður við endurkomu til Juventus. Nú bendir hins vegar allt til þess að hann verði áfram í herbúðum Manchester United.

Sjá einnig:
Mathias Pogba: Mourinho var vandamálið
Athugasemdir
banner
banner