Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. febrúar 2019 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: KR er meistari 2019
KR-ingar eru Reykjavíkurmeistarar.
KR-ingar eru Reykjavíkurmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
KR 3 - 1 Fylkir
1-0 Pablo Oshan Punyed Dubon ('19 )
2-0 Kennie Knak Chopart ('27 )
3-0 Björgvin Stefánsson ('38 , víti)
3-1 Daði Ólafsson ('60 )
Rautt spjald:Ragnar Bragi Sveinsson, Fylkir ('74)
Lestu nánar um leikinn

KR er sigurvegari Reykjavíkurmótsins 2019 eftir sigur á Fylki í úrslitaleiknum í Egilshöll í kvöld.

Fylkir byrjaði ágætlega en það var KR sem skoraði fyrsta markið á 19. mínútu. Það var varamaðurinn Pablo Punyed sem skoraði það með góðu skoti eftir hornspyrnu.

KR-ingar voru ívið sterkari eftir þetta og bættu þeir við öðru marki á 27. mínútu og þriðja markinu á 38. mínútu. Kennie Chopart og Björgvin Stefánsson með mörkin, en sá síðarnefndi skoraði úr vítaspyrnu.

Daði Ólafsson minnkaði muninn fyrir Fylki á 60. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Það var heitt í kolunum í Egilshöll í kvöld og fóru mörg spjöld á loft. Það fór eitt rautt á loft, en það fékk Ragnar Bragi Sveinsson fyrir tæklingu á Pálma Rafni Pálmasyni á 74. mínútu. Það gerði Fylkismönnum erfitt fyrir á lokamínútunum og fór svo að það voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum. Lokatölur 3-1 fyrir KR.

Þetta er í 39. sinn sem KR er Reykjavíkurmeistari en í fyrsta sinn síðan 2010 sem Vesturbæjarstórveldið tekur þennan titil.
Athugasemdir
banner
banner