fös 08. febrúar 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Matt Garner aftur í ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski varnarmaðurinn Matt Garner hefur gengið til liðs við ÍBV á nýjan leik en hann fékk í dag félagaskipti.

Matt spilaði með KFS í 4. deildinni í fyrra en hann hefur æft með ÍBV undanfarna mánuði og spilað með liðinu í Fótbolta.net mótinu undanfarnar vikur.

Matt er 35 ára gamall en hann kom til ÍBV frá Crewe Alexandra árið 2004.

Samtals hefur Matt spilað 166 leiki í efstu deild með ÍBV og skorað í þeim þrjú mörk.

Í lokaumferð Pepsi-deildarinnar 2014 fótbrotnaði Matt illa en það varð til þess að hann missti alveg af sumrinu 2015.

Árið 2016 tók Matt upp þráðinn í 3. deildinni með KFS og 2017 fór hann aftur í ÍBV þar sem hann varð bikarmeistari. Í fyrra lék hann síðan með KFS.
Athugasemdir
banner
banner
banner