Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. febrúar 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona hafnaði nýjum varabúningi frá Nike
Mynd: Mundo Deportivo
Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Barcelona hafi hafnað nýjum varabúningi sem Nike hafði stungið uppá fyrir þarnæsta tímabil.

Búningurinn er of hvítur og líkist þar af leiðandi búningi erkifjendanna í Real Madrid of mikið.

Búningurinn sem um ræðir er hvítur og með rauðu krossmynstri til minningar um heilagan Georg, dýrling og verndara Katalóníu.

Börsungar hafa ekki verið með hvítan lit í treyjum sínum síðan 1992 þegar félagið var með samning við Kappa. Þá voru hvítar rendur fyrir ofan ermarnar, sem stuðningsmenn félagsins voru ósáttir með.

Barcelona og fataframleiðandinn Nike skrifuðu undir risavaxinn auglýsingasamning árið 2016 sem gildir til 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner