Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. febrúar 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Blanc ræddi um að taka við Manchester United
Mynd: Getty Images
Laurent Blanc, fyrrum varnarmaður Manchester United, segist hafa rætt við félagið um að taka við sem knattspyrnustjóri þegar David Moyes var rekinn árið 2014.

Blanc var á þeim tíma þjálfari PSG en á endanum tók Louis van Gaal við United.

„Ég fékk símtal frá stjórnarmanni, ég vil ekki segja hver það var, og við ræddum saman," sagði Blanc en hann er í dag án starfs.

„Ég var hjá París á þessum tíma og það var mjög erfitt fyrir mig að fara. Við héldum sambandi en þeir ákváðu að ráða Van Gaal á endanum."

Manchester United og PSG mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner