Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   mán 11. febrúar 2019 15:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Úrvalslið áratugarins í Pepsi: Hættur ef titillinn kemur í sumar
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net velur draumalið Pepsi 2009-2019
Davíð Þór Viðarsson er í úrvalsliði Pepsi-deildarinnar 2009-2019.
Davíð Þór Viðarsson er í úrvalsliði Pepsi-deildarinnar 2009-2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli sínu. Þátturinn hefur verið í loftinu alla laugardaga milli klukkan 12 og 14 í tíu ár samfleytt.

Pepsi-deildin hefur verið í stóru hlutverki í þáttunum og í tilefni af afmælinu verður úrvalslið deildarinnar á árunum 2009 til 2019 opinberað í næstu þáttum.

Fyrsti leikmaðurinn var kynntur í þættinum á laugardaginn en það er Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH. Davíð varð Íslandsmeistari með FH 2009, 2015 og 2016.

Búinn að laga mataræðið
Davíð er orðinn 35 ára gamall og eftir tvö titlalaus ár með FH er markmið hans að bæta titli við áður en skórnir fara á hilluna frægu.

„Eins og síðustu tvö ár hafa verið hjá okkur þá er hugur í manni að enda þetta vel, enda þetta betur en síðustu tvö ár. Það er aðaldrifkrafturinn akkúrat núna," sagði Davíð í útvarpsþættinum á laugardaginn.

„Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum og þetta fer eftir því hvernig það fer. Ef við vinnum þetta mót þá er ég hættur. Ef þið viljið losna við mig þá haldið þið með FH," sagði Davíð léttur í bragði en hann hefur sloppið vel frá meiðslum á síðari árum ferilsins.

„Ég hef verið mjög heppinn með meiðsli undanfarin ár. Ég hef ekki misst úr mikið af æfingum. Ég hef aðeins náð að taka mig í gegn hvað varðar mataræði og annað slíkt. Ég var aldrei nógu öflugur í því en það hefur verið að batna hjá mér síðustu ár. Það er gott að eiga góða að sem láta mann heyra það. Ég hef fengið að heyra það á góðlátlegan hátt hjá konunni og það átti rétt á sér."

„Ég er oftast ógeðslega leiðinlegur inni á vellinum"
Þrátt fyrir að hafa oft verið á meðal bestu leikmanna Pepsi-deildarinnar þá hefur Davíð aldrei verið valinn leikmaður tímabilsins.

„Ég hef ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi ennþá. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef pælt mikið í. Það eru tímabil þar sem ég spilaði það vel að mér fannst ég eiga það skilið eða eiga að koma til greina en ég hef ekki verið valinn. Aðalatriðið er að vinna titla og númer tvö er að maður sé sjálfur þokkalega sáttur með frammistöðuna," sagði Davíð en hann er með mikið keppnisskap og lætur í sér heyra innan vallar.

„Ég er oftast ógeðslega leiðinlegur inni á vellinum. Ég hef alltaf verið þannig og hef lítið lagt mig fram við að breyta því. Það getur hjálpað manni að rífa kjaft og koma sér í gang þegar maður þarf að mótívera sig," sagði Davíð sem bætti við að hann sjái eftir að hafa rifið kjaft við Sölva Snæ Guðbjargarson í leik FH og Stjörnunnar í Fótbolta.net í síðasta mánuði.

Hér að ofan má hlusta á spjallið við Davíð en þar talar hann meðal annars um sætasta titilinn og besta samherjann hjá FH.

Fylgist vel með útvarpsþætti Fótbolta.net næstkomandi laugardag þegar næsti leikmaður verður kynntur til sögunnar í liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner