mán 11. febrúar 2019 11:36
Magnús Már Einarsson
Gylfi ákveðinn í að slá eigið markamet á tímabilinu
Gylfi er búinn að skora níu mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Gylfi er búinn að skora níu mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, er í dag í viðtali hjá Stadium Astro. Gylfi ræðir þar gengi Everton á tímabilinu og talar um að liðinu hafi skort stöðugleika. Þá er hann spurður út í það hvort hann hafi verið þreyttur eftir HM síðastliðið sumar.

„Ég var þreyttur eftir EM fyrir tveimur árum en fyrir þetta tímabil leið mér vel og var ekki þreyttur. Þetta er misjafnt milli leikmanna," sagði Gylfi.

Gylfi er kominn með níu mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er staðráðinn í að bæta markamet sitt á einu tímabili en það er ellefu mörk með Swansea tímabilið 2015/2016.

„Ég ætla að ná því. Ég þarf þrjú mörk í viðbót til að slá það. Ég á ennþá nægan tíma. Þetta hefur gengið vel hjá mér og vonandi næ ég að slá þetta met. Það er eitt af markmiðum mínum," sagði Gylfi en hann er alltaf með ákveðinn markafjölda í huga fyrir hvert tímabil.

„Ég set mér alltaf markmið fyrir tímabil. Þú getur rætt við mig aftur eftir tímabilið og þá skal ég segja þér hvað það er," sagði Gylfi brosandi í viðtalinu.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner