Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. febrúar 2019 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Adam Örn og Theódór Elmar unnu
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Adam Örn Arnarson var í byrjunarliðinu og lék rúmlega 90 mínútur er Gornik Zabrze hafði betur gegn Wisla frá Kraká í efstu deild í Póllandi.

Þetta var fyrsti leikur Gornik í deildinni frá komu Adams til félagsins og fór hann beint í byrjunarliðið. Mateusz Matras gerði bæði mörk Gornik í leiknum og er sigurinn mikilvægur í fallbaráttunni.

Theódór Elmar Bjarnason lék þá allan leikinn er Gaziantep lagði Hatayspor í tyrknesku B-deildinni.

Sigurinn kemur Gaziantep í sjötta sæti deildarinnar sem er jafnframt umspilssæti um sæti í efstu deild.

Ögmundur Kristinsson varði þá mark AEL Larissa í gríska boltanum og fékk tvö mörk á sig í jafntefli. Larissa er fjórum stigum frá fallsæti.

Gornik Zabrze 2 - 0 Wisla Krakow
1-0 Mateusz Matras ('11)
2-0 Mateusz Matras ('37)

Gaziantep 2 - 0 Hatayspor
1-0 K. Avci ('42)
2-0 Y. Del Valle ('99)

Panetolikos 2 - 2 AEL Larissa
Athugasemdir
banner
banner