mán 11. febrúar 2019 23:18
Ívan Guðjón Baldursson
Benitez: Kýldu boltann bara út
Mynd: Getty Images
Newcastle komst nálægt því að sigra Wolves á útivelli í kvöld en Willy Boly náði að jafna með skallamarki á síðustu sekúndum leiksins.

Jöfnunarmarkið er afar umdeilt þar sem Boly lagði báða handleggi á axlir Martin Dubravka er þeir börðust um fyrirgjöf frá hægri kanti. Dubravka reyndi að grípa boltann en mistókst og auðvelt fyrir Boly að skora af stuttu færi.

Rafael Benitez stjóri Newcastle er ekki ósáttur með dómarann og sagði eftir leik að markvörðurinn hefði átt að kýla boltann burt í þessari stuðu.

„Maður á að gera aðeins betur í svona boltum, kýldu boltann bara út," sagði Rafa að leikslokum.

„Ég sá ekki hvort þetta var brot þegar ég skoðaði endursýninguna, við áttum að verjast þessu betur. Við vitum að við erum í enska boltanum þar sem menn eru ekki feimnir við að fara í einvígi við markverði.

„Það voru nokkrar dómaraákvarðanir sem ég var ósáttur með en yfir heildina litið fannst mér hann fínn."


Miguel Almiron sem var keyptur fyrir metfé í janúar fékk að spreyta sig í seinni hálfleik og þótti líflegur.

„Okkur vantaði ferskan mann á völlinn, hann hljóp mikið. Mér fannst hann standa sig vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner