Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 12. febrúar 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Létu Bournemouth líta út eins og Brasilíu
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports telur að Maurizio Sarri ætti að fá meiri tíma við stjórnvölinn hjá Chelsea þrátt fyrir vandræðaleg töp liðsins gegn Bournemouth og Manchester City.

Stuðningsmenn eru byrjaðir að snúast gegn Sarri og kenna leikstílnum hans um slakar frammistöður á útivöllum eftir áramót. Chelsea er búið að spila fjóra útileiki eftir áramót og tapa þeim öllum með markatölunni 13:0.

„Sarri vill pressa hátt upp völlinn til að vinna boltann en hann er ekki með leikmennina í það. Það eru alltof margir leikmenn komnir yfir þrítugsaldurinn hjá Chelsea," sagði Carragher.

„Þeir þurfa að vera grimmari og sneggri, þeir létu Bournemouth líta út eins og Brasilíu. Sarri ætti að fá meiri tíma með þetta lið, hann ætti að fá að vera þarna út tímabilið hið minnsta."

Sarri er langt frá því að vera öruggur með starf sitt enda virðist Roman Abramovich eigandi Chelsea vera með stuttan þráð þegar það kemur að þjálfaramálum.

„Við erum búnir að sjá botnliðin kasta teningnum og skipta um stjóra. Það lítur út fyrir að Chelsea sé að velta því fyrir sér þessa stundina. Kannski valdi Sarri rangt félag?"

Næsti leikur Chelsea er gegn Malmö í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Þar á eftir er Manchester United í bikarnum, svo er heimaleikurinn gegn Malmö og úrslitaleikur deildabikarsins gegn Manchester City.

Þremur dögum síðar er stórleikur gegn Tottenham í úrvalsdeildinni og honum fylgir svo nágrannaslagur gegn Fulham.
Athugasemdir
banner
banner
banner