Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 12. febrúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo með 20 mörk á tímabili síðustu 13 ár
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er óumdeilanlega einn af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.

Hann var allt í öllu í 0-3 sigri Juventus gegn Sassuolo um helgina þar sem hann lagði upp og skoraði sitt tuttugasta mark á tímabilinu.

Þetta er þar með þrettánda tímabilið í röð sem Ronaldo skorar 20 mörk eða meira fyrir félagslið sitt, eitthvað sem hann gerði í fyrsta sinn hjá Manchester United tímabilið 2006-07.

Ronaldo er kominn með 18 mörk í 23 leikjum í Serie A, eitt í Meistaradeild og eitt í bikarkeppni.

Lionel Messi, sem er tveimur árum yngri, er til samanburðar búinn að skora yfir 20 mörk síðustu ellefu tímabil. Þar áður skoraði hann 16 og 17 mörk.




Athugasemdir
banner
banner
banner