Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 12. febrúar 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Mbappe styrkir leitina að flugmanninum
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappe hefur lagt 27 þúsund pund eða rúmar fjórar milljónir íslenskar krónur í leitina að flugmanninum David Ibbotson.

Ibbotson flaug flugvélinni sem hvarf 21. janúar síðastliðinn en hann var að fljúga Emiliano Sala frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Wales.

Í síðustu viku fannst lík Sala eftir mikla leit sem ýmsir fótboltamenn fjármögnuðu. Sú leit kostaði 324 þúsund pund eða rúmlega fimmtíu milljónir króna.

Ennþá er leitað að Ibbotson og Mbappe og fleiri hafa nú lagt til pening til að hægt sé að halda leitinni áfram.

Gary Lineker, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, er einnig á meðal þeirra sem hafa styrkt leitina að Ibbotson en hann lagði til 1000 pund.
Athugasemdir
banner
banner
banner