Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. febrúar 2019 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Nær Manchester United yfirhöndinni gegn PSG?
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn byrjar loksins aftur að rúlla í Meistaradeildinni í kvöld klukkan 20:00 en þá hefjast 16-liða úrslitin með tveimur leikjum.

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks og Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Ágúst Þór Gylfason

Manchester United 1 - 0 PSG
Paul Pogba skorar úr víti í fyrri hálfleik. De Gea á stórleik í marki United. Frábærlega taktískt sett upp hjá Ole Gunnari sem fær 5 ára samning að launum.

Roma 1 - 1 Porto
Hægur leikur með lítið af marktækifærum. Soares skorar úr eina færi Porto í leiknum. Dzeko jafnar fyrir Roma í lokin eftir hornspyrnu.

Óli Stefán Flóventsson

Manchester United 2 - 1 PSG
Ég held að það sé góður möguleiki fyrir United þarna. Meistaradeildarpressan á París er gríðarlega því það er ekkert leyndarmál að eigendurnir réðu Thomas Tuchel til að vinna meistaradeildina, allt annað er klúður. Það eru engin smá nöfn sem vantar hjá Parísarmönnum en Neymar er meiddur og Cavani nær leiknum líklega ekki. 2-1 fyrir United þar sem Rashford og Pogba skora en Di Maria setur mark Parísarmanna.

Roma 2 - 1 Porto
Rómverjar hafa verið í vandræðum síðustu leiki. Í síðustu þremur leikjum hafa þeir fengið á sig 12 mörk, þar af 7-1 tap á móti Fiorentina. Porto hafa á sama tíma unnið sína leiki sannfærandi og skorað 9 mörk í þremur leikjum. Ég held að samt að Roma hafi notað tíman vel síðustu daga í að stoppa í götin og vinni 2-1.

Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson

Manchester United 2 - 0 PSG
Það verður áfram Ole gleði hjá Manchester United. Meiðslin eru að leika PSG grátt og það hefur mikil áhrif. Auk þess að vera án þessara sterku leikmanna þá tel ég að trúin hjá þjálfaranum og öðrum leikmönnum á verkefnið sé minni fyrir vikið. United fer með góða forystu til Frakklands, en það getur allt gerst í síðari leiknum.

Roma 1 - 0 Porto
Roma fór í undanúrslit á síðasta tímabili og stefnir aftur á gott tímabil í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir erfiðar vikur að undanförnu þá hefur Roma nauman sigur í kvöld. Edin Dzeko skorar eina markið með skalla.
Athugasemdir
banner
banner