Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. febrúar 2019 06:00
Magnús Már Einarsson
Olivia Bergau í Þrótt R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Varnar og miðjumaðurinn Olivia Bergau hefur gengið til liðs við Þrótt R. fyrir átökin í Inkasso-deild kvenna í sumar.

Olivia hefur leikið með Florida State í ameríska háskólaboltanum en hún tók þátt í öllum leikjum liðs síns á síðasta tímabili þegar Florida tryggði sér NCAA titilinn og var jafnframt fyrirliði liðsins.

Olivia en annar erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þrótt fyrir komandi tímabil en áður hafði verið gengið frá félagaskiptum fyrir írsku landsliðskonuna Lauren Wade.

Þá hefur Hildur Egilsdóttir gert nýjan samning við Þrótt en hún skoraði fjögur mörk í sextán leikjum með liðinu á síðasta tímabili.

View this post on Instagram

Olivia Bergau til liðs við Þrótt Þróttur hefur bætt við sig liðsstyrk fyrir komandi baráttu í Inkassodeild kvenna í sumar en gengið hefur verið frá félagaskiptum fyrir bandariska leikmanninn Olivia Bergau sem leikið hefur með Florida State í ameríska háskólaboltanum. Hún hefur leikið sem varnar – eða miðjumaður og tók þátt í öllum leikjum liðs síns á síðasta tímabili þegar Florida tryggði sér NCAA titilinn og var jafnframt fyrirliði liðsins. Olivia en annar erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Þrótt fyrir komandi tímabil en áður hafði verið gengið frá félagaskiptum fyrir írsku landsliðskonuna Lauren Wade https://www.trottur.is/frettir/lauren-wade-i-thrott/2018/12/18/ Við bjóðum Oliviu velkomna í Hjartað í Reykjavík og hlökkum til að sjá hana á vellinum í vor og sumar. Lifi.....! #kottarar #fotboltinet #lifi #hjartaðíreykjavik

A post shared by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) on


Athugasemdir
banner
banner
banner