þri 12. febrúar 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Valsmenn minnast Ross - Bjóða KR-ingum
Mynd: Internetið
Ákveðið hefur verið að efna til minningarstundar um Ian Ross, þjálfara knattspyrnuliðs Vals 1984-87, en hann lést laugardaginn 9. febrúar s.l. aðeins 72 ára að aldri.

Athöfnin fer fram í Friðrikskapellu og Fjósinu fimmtudaginn 14. feb. n.k. og hefst klukkan 18:00.

Allir eru velkomnir og er vonast til að sem flestir Valsmenn taki þátt í kveðja ástsælan þjálfara sem ritaði nafn sitt feitu letri í knattspyrnusögu Vals og er öllum ógleymanlegur sem honum kynntust.

Í anda séra Friðriks og Roscoes hafa Valsmenn boðið KR-inga og Keflvíkinga velkomna til minningarstundarinnar, en Ian þjálfaði einnig þessi félög og eignaðist innan þeirra raða, góða vini.

Ian spilaði á sínum tíma með Liverpool, Aston Villa og fleiri félögum á Englandi.
Athugasemdir
banner