mið 13. febrúar 2019 09:00
Arnar Helgi Magnússon
Sala lést vegna áverka á höfði og brjóstkassa
Mynd: Getty Images
Miklir áverkar á höfði og bringu drógu Emiliano Sala til dauða og þurfti fingrafar til þess að staðfesta að líkið væri af Sala.

Þetta er staðfest af réttarmeinafræðingi sem starfar við Dorset sjúkrahúsið í Bretlandi.

Líkamsleifar Sala fundust í flugvél á hafsbotni í síðustu viku en flugvél sem hann var í hvarf fyrir rúmum þremur vikum.

Lík Sala verður flutt til Argentínu þar sem útför mun fara fram en Vincent Tan, eigandi Cardiff, hefur boðist til að borga kostnaðinn.

Argentínski framherjinn var nýbúinn að ganga til liðs við Cardiff frá Nantes þegar hann lést.

Sala var 28 ára gamall en Cardiff ákvað að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins eftir að hafa fylgst með honum raða inn mörkum í Frakklandi í vetur.

Rannsókn slyssins mun taka allt frá hálfu ári og alveg upp í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner