Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. febrúar 2019 07:58
Arnar Helgi Magnússon
„Tottenham getur sigrað hvaða lið sem er"
Mynd: Getty Images
Tottenham tekur á móti Dortmund í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu á Wembley í kvöld.

Tottenham verður án lykilmannanna Harry Kane og Dele Alli í dag en þeir eru báðir ennþá á meiðslalistanum. Það sama má segja um Danny Rose, en hann meiddist í leiknum gegn Leicester síðustu helgi.

Jan Vertonghen, leikmaður Tottenham, segir að liðið geti unnið hvaða lið sem er.

„Við sýndum það á síðasta ári þegar við vorum heilt yfir betri aðilinn í tveimur leikjum gegn Real Madrid sem að vann einmitt Meistaradeildina."

„Það er lélegt að við höfum ekki náð lengra á síðasta ári að því að við virkilega höldum að þetta hefði getað farið betur. Við erum staðráðnir í því að gera betur í ár."

Tottenham freistar þess nú að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti síðan árið 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner