Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 12. febrúar 2019 18:59
Arnar Helgi Magnússon
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Bailly og Lindelöf byrja - Mbappe fremstur
Mynd: Getty Images
Dzeko er í byrjunarliði Róma.
Dzeko er í byrjunarliði Róma.
Mynd: Getty Images
Manchester United tekur á móti PSG í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni. Það er þó annar leikur á dagskrá sem að hefur ekki fengið jafn mikla umfjöllun, Roma tekur á móti Porto.

Rauðu djöflarnir hafa risið upp frá dauðum eftir komu Ole Gunnar Solskjær í desember og hefur stuðullinn á sigri þeirra snarlækkað undanfarna mánuði.

Eric Bailly og Victor Lindelöf standa vaktina í vörninni hjá United í kvöld en Luke Shaw og Ashley Young eru bakverðir. Alls gerir Ole Gunnar fimm skiptingar frá sigrinum gegn Fulham.

Lingard er stillt upp sem framliggjandi miðjumanni með Anthony Martial og Marcus Rashford fyrir framan sig. Paul Pogba, Ander Herrera og Nemanja Matic á miðsvæðinu.

Hjá PSG er Cavani ekki með eins og búist var við eftir að leikmaðurinn meiddist í síðasta deildarleik.

Mbappe er fremstur með þá Angel Di Maria og Julian Draxler þar fyrir aftan. Veratti er í liði PSG en óljóst var með hann fyrir leikinn en hann var tæpur vegna meiðsla.

Byrjunarlið Manchester United gegn PSG: De Gea, Young, Lindelöf, Bailly, Shaw, Herrera, Matić, Pogba, Lingard, Rashford, Martial
(Varamenn: Romero, Fred, Jones, Mata, Alexis, Lukaku, Dalot)

Byrjunarlið PSG gegn Manchester United: Buffon, Kehrer, Silva, Kimpembe, Bernat, Marquinhos, Verratti, Alves, Draxler, Di María, Mbappé.
(Varamenn: Areola, Kurwzava, Dagba, Paredes, Nkunku, Chupo-Moting, Diaby)


Hér má síðan sjá byrjunarlið leiksins sem að fer fram á Ítalíu í kvöld.

Porto hefur átt nánast fullkomið tímabil, liðið rúllaði upp riðlinum sínum í Meistaradeildinni og er á toppi portúgölsku deildarinnar þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum sínum.

Roma er aftur á móti ekki búið að eiga gott tímabil þar sem frammistöður liðsins virðast handahófskenndar. Liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra en seldi sína bestu menn og er núna í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið.

Roma datt úr ítalska bikarnum eftir 7-1 tap gegn Fiorentina í lok janúar og vill hópur stuðningsmanna sjá Eusebio Di Francesco fjúka úr stjórastólnum.

Byrjunarlið Roma á móti Porto Mirante, Florenzi, Manolas, Fazio, Kolarov, Cristiante, De Rossi, Pellegrini, Zaniolo, Dzeko, El Shaarawy.

Byrjunarlið Porto á móti Roma: Casillas, Militão, Felipe, Pepe, Telles, Danilo Pereira, Héctor Herrera, Otávio, Fernando Andrade, Brahimi, Soares.
Athugasemdir
banner
banner