Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 13. febrúar 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Matti Villa skoraði í Íslendingaslag á Spáni
Mynd: Rosenborg
Íslendingaliðin Rostov og Vålerenga mættust í æfingaleik í gær á Spáni. Bæði lið eru á fullu að undirbúa nýtt keppnistímabil.

Matthías Vilhjálmsson gekk í raðir Vålerenga í janúar en hann kom frá Rosenborg. Hann leiddi sóknarlínu Vålerenga í leiknum.

Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann voru báðir í byrjunarliði Rostov í leiknum í gær en Viðar Örn Kjartansson var á varamannabekknum.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Matthías Vilhjálmsson skoraði mark Vålerenga í leiknum. Jöfnunarmark Rostov kom á 85. mínútu leiksins.

Fyrsti leikur Vålerenga í deildinni er þann 30. mars á meðan Rostov byrjar fyrr, eða 3. mars.
Athugasemdir
banner
banner