þri 12. febrúar 2019 20:19
Arnar Helgi Magnússon
Bannað að sýna merki Man Utd á sjónvarpsstöð í Íran
Mynd: Getty Images
Manchester United og PSG eigast nú við í Meistaradeildinni. Leikið er á Old Trafford í Manchesterborg.

Meistaradeild Evrópu vekur áhuga útum allan heim en eins og nafnið gefur til kynna eru einungis evrópsk lið í keppninni.

Sjónvarpsstöð í Íran fjallar um keppnina og var með upphitunarþátt þar sem að leikur Manchester United og PSG var aðallega til umfjöllunar.

Athygli vakti að stöðin notaði ekki núverandi merki Manchester United heldur merkið síðan árið 1970. En fyrir því er ástæða.

Í lögum þar í landi er bannað að sýna djöfulinn sjálfann í sjónvarpi en eins og knattspyrnumenn áhuga vita að þá er djöfull í núverandi merki Manchester United, "The Devils".

Þeir dóu því ekki ráðalausir úti í Íran en skjáskot af þessu má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner