þri 12. febrúar 2019 20:42
Arnar Helgi Magnússon
Skrtel hafnaði Barcelona í janúar
Mynd: Getty Images
Martin Skrtel, fyrrum leikmaður Liverpool, hafnaði því að ganga til liðs við Barcelona í janúar. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar.

Barcelona var í varnarmannleit í janúar en liði fékk Jeison Murillo frá Valencia á láni út leiktíðina.

Skrtel ákvað að hafna Barcelona þar sem að hann vildi ekki verða þriðji kostur, á eftir Gerard Pique og Samuel Umtiti.

Barcelona hefur verið að lenda í miðvarðarmeiðslum á leiktíðinni en Thomas Vermaelen og Samuel Umtiti hafa báðir verið frá vegna meiðsla.

„Skrtel er ánægður í Istanbúl og hann leikur mikilvægt hlutverk þar. Hann vildi ekki verða þriðji kostur Barelona," segir Mithat Halis, einn af starfsmönnum umboðsskrifstofunnar sem að Martin Skrtel er hjá.
Athugasemdir
banner
banner
banner