Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. febrúar 2019 08:00
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill Zidane - Tottenham vill Perisic
Powerade
Næsti stjóri Chelsea?
Næsti stjóri Chelsea?
Mynd: Getty Images
Perisic er orðaður við Tottenham.
Perisic er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan dag. Zidane, Perisic, Hazard, Richarlison, Özil, Kessie, Nani og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Chelsea vill fá Zinedine Zidane til að taka við stjórnartaumunum af Maurizio Sarri. Zidane náði mögnuðum árangri sem stjóri Real Madrid. (Sun)

Real Madrid telur að vandræði Sarri hjá Chelsea hjálpi félaginu að fá belgíska leikstjórnandann Eden Hazard (28) eftir tímabilið. (Mirror)

Tottenham mun gera sumartilboð í króatíska vængmanninn Ivan Perisic (30) hjá Inter en Arsenal vildi fá hann í janúarglugganum. (Tuttosport)

Talsmenn brasilíska sóknarleikmannsins Richarlison (21) hjá Everton hafa átt í viðræðum við Atletico Madrid um möguleg félagaskipti. (AS)

Menn sem vinna fyrir Mesut Özil (30) hjá Arsenal eru að kanna landslagið hjá öðrum félögum. Framtíð Þjóðverjans á Emirates er mjög óljós. (Telegraph)

Borussia Dortmund vill fá enska hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (21) frá Crystal Palace. Manchester City hefur einnig áhuga á leikmanninum. (Sun)

Inter hefur áhuga á að fá franska miðjumanninn Moussa Sissoko (29) frá Tottenham. (Calciomercato)

Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, segir að velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey (28) hafi aldrei verið notaður í sinni bestu stöðu hjá Arsenal. (Evening Standard)

Gianluigi Buffon (41), markvörður Paris St-Germain, segir að það yrði fullkominn endir á ferlinum að vinna Meistaradeildina. (Telegraph)

Arsenal og Chelsea hafa verið með augu á miðjumanninum Franck Kessie (22) hjá AC Milan. Paris St-Germain er þó talið líklegast til að krækja í Fílabeinsstrendinginn. (Calciomercato)

Arsenal sendi njósnara til að horfa á Suso (25), spænska vængmanninn hjá AC Milan, og ítalska miðjumanninn Nicolo Barella (22) hjá Cagliari á laugardaginn. (Tuttomercato)

Orlando City í MLS-deildinni vill fá portúgalska miðjumanninn Nani (32), fyrrum leikmann Manchester United. Nani spilar nú fyrir Sporting í Lissabon. (Marca)

Real Madrid mun veita Barcelona samkeppni um sóknarmanninn Luka Jovic (21) hjá Benfica og hefur gert 45 milljóna evra tilboð í leikmanninn. Jovic er á láni hjá Eintracht Frankfurt. (Bild)

Gareth Bale (29), vængmaður Real Madrid, talar með bendingum og táknum í klefanum þar sem hann á enn eftir að læra spænsku. Þetta segir Marcelo, liðsfélagi hans. (Marca)

Marcelo (30) segist tilbúinn að yfirgefa Real Madrid ef spænska félagið vill ekki halda honum. (Esporte Interativo)

Norwich, topplið Championship-deildarinnar, er í viðræðum við Daniel Farke knattspyrnustjóra um nýjan samning. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner