Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. febrúar 2019 08:47
Elvar Geir Magnússon
Sex leikmenn Man Utd þristaðir af L'Equipe
Sanchez kom inn eins og draugur.
Sanchez kom inn eins og draugur.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er einn af sex leikmönnum Manchester United sem fékk 3/10 í einkunn frá franska dagblaðinu L'Equipe eftir 0-2 tapið gegn Paris Saint-Germain á Old Trafford.

Pogba fékk rauða spjaldið í lok leiksins og PSG er með öll spil á hendi fyrir seinni leikinn sem verður 6. mars.

L'Equipe segir að frammistaða Pogba hafi verið „martröð" og að áhrif hans á leikinn hafi verið engin.

Þá fær Alexis Sanchez að heyra það eftir ömurlega innkomu hans og sagt að hann hafi komið inn eins og draugur.

Lindelöf, Lingard, Matic og Herrera eru einnig þristaðir af franska blaðinu.

Ole Gunnar Solskjær fær 4/10 en sagt er að hendur hans hafi verið nokkuð bundnar vegna meiðsla Lingard og Martial.

Angel Di Maria og Thiago Silva voru bestu menn vallarins með 8/10.
Athugasemdir
banner
banner
banner