Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 13. febrúar 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Kolarov fær ljót skilaboð frá stuðningsmönnum eigin liðs
Aleksandar Kolarov.
Aleksandar Kolarov.
Mynd: Getty Images
Harðkjarna stuðningsmenn Roma voru með borða á lofti í gær þar sem gróf og ljót skilaboð voru send til leikmanns liðsins, Aleksandar Kolarov.

Roma vann 2-1 sigur gegn Porto í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

En af hverju er þessi reiði í garð Kolarov?

Þetta byrjaði allt í deilum við stuðningsmenn á lestarstöð og magnaðist upp þegar leikmaðurinn sagði í viðtali að stuðningsmenn liðsins héldu að þeir vissu meira um fótbolta en þeir í raun gerðu.

Eftir það var hótunum krotað á heimili hans. Athygli vakti að eftir að hann skoraði í 3-0 sigri gegn Chievo sneri hann sér að stuðningsmönnum aðkomuliðsins og hneigði sig.

Í Meistaradeildarleiknum í gær fékk hann svo að heyra það enn frekar frá stúkunni og ljóst að stríðsaxirnar hafa ekki verið grafnar.
Athugasemdir
banner
banner