Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. febrúar 2019 12:07
Elvar Geir Magnússon
Alfreð verður frá næstu vikurnar
Alfreð er markahæstur hjá Augsburg með tíu mörk.
Alfreð er markahæstur hjá Augsburg með tíu mörk.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðssóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason verður ekki með Augsburg gegn Bayern München á föstudagskvöld vegna meiðsla í kálfa.

„Ég verði frá keppni í ein­verj­ar vik­ur en það er erfitt að segja ná­kvæm­lega hversu lengi," sagði Alfreð við mbl.is.

Það voru ein­mitt meiðsli í kálf­an­um sem héldu hon­um frá keppni í fyrstu fimm leikj­un­um á leiktíðinni.

Augsburg er þrem­ur stig­um frá fallsæti.

Ísland spil­ar tvo úti­leiki í mars í undankeppni EM, 22. mars gegn Andorra og þrem­ur dög­um síðar á móti heims­meist­ur­um Frakka. Vonandi verður Alfreð klár fyrir þá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner