Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 14. febrúar 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Útsláttarkeppnin hefst
Arsenal heimsækir Hvíta-Rússland.
Arsenal heimsækir Hvíta-Rússland.
Mynd: Getty Images
Í dag, fimmtudag, hefjast 32-liða úrslitin í Evrópudeildinni.

Arsenal heimsækir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi. BATE er mögulega verðandi Íslendingalið, en félagið er að reyna að fá Willum Þór Willumsson frá Breiðabliki.

Leikur BATE og Arsenal hefst 17:55 og er í beinni útsendingu líkt og leikur Lazio og Sevilla. Íslendingalið Krasnodar mætir Bayer Leverkusen klukkan 17:55. Jón Guðni Fjóluson er á mála hjá Krasnodar.

Klukkan 20:00 eru einnig tveir leikir í beinni útsendingu. Það er leikur Celtic og Valencia annars vegar og hins vegar leikur Malmö og Chelsea. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Chelsea kemur inn í þennan leik eftir 6-0 tapið gegn Manchester City um síðustu helgi.

Malmö er annað af tveimur Íslendingaliðum í 32-liða úrslitunum. Með Malmö leikur Arnór Ingvi Traustason.

Hér að neðan eru allir leikir dagsins.

Leikir dagsins:
17:55 Lazio - Sevilla (Stöð 2 Sport)
17:55 BATE - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
17:55 Rapíd Vín - Inter
17:55 Slavia Prag - Genk
17:55 Krasnodar - Bayer Leverkusen
17:55 Rennes - Real Betis
17:55 Olympiakos - Dynamo Kiev
17:55 Galatasaray - Benfica
20:00 Viktoria Plzen - Dinamo Zagreb
20:00 Club Brugge - Salzburg
20:00 Zürich - Napoli
20:00 Shakhtar Donetsk - Eintracht Frankfurt
20:00 Celtic - Valencia (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Sporting Lissabon - Villarreal
20:00 Malmö - Chelsea (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner