fim 14. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard: Mourinho sérstakur en ég tengi betur við leikstíl Sarri
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, stjörnuleikmaður Chelsea, segir að aðferðafræði Maurizio Sarri henti sér betur en aðferðafræði Jose Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea.

Sarri er núverandi stjóri Chelsea, en það hefur ekki gengið nægilega vel hjá honum upp á síðkastið. Chelsea tapaði um síðustu helgi gegn Manchester City 6-0.

Talið er að starf Sarri hjá Chelsea sé í hættu, en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.

Hazard virðist njóta þess að spila hjá Sarri ef miða má við ummæli hans við heimasíðu Lundúnafélagsins.

„Allir stjórarnir sem ég hef unnið með hafa gefið mér eitthvað. Jose Mourinho var sérstakur, en ég tengi betur við það hvernig Sarri og Rudi Garcia (fyrrum stjóri Lille) vilja spila fótbolta," sagði Hazard.

Chelsea mætir Malmö í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner