Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. febrúar 2019 19:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Pulisic og Sancho byrja
Hvað gerir Jadon Sancho í kvöld.
Hvað gerir Jadon Sancho í kvöld.
Mynd: Getty Images
De Ligt þarf að eiga toppleik í kvöld.
De Ligt þarf að eiga toppleik í kvöld.
Mynd: Getty Images
Seinna Meistaradeildarkvöld vikunnar er í kvöld. Tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitunum klukkan 20:00.

Dortmund, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, kemur á Wembley í kvöld og mætir þar Tottenham. Afar áhugaverð viðureign.

Það vekur athygli að argentínski varnarmaðurinn Juan Foyth kemur inn hjá Tottenham. Hann hefur ekki enn spilað leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og var ekki í leikmannahópi Spurs í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Tottenham spilar með þrjá miðverði og byrjar Serge Aurier sem bakvörður.

Son Heung-min leðir línuna hjá Tottenham og mun fá stuðning frá Christian Eriksen og Lucas Moura.

Hjá Dortmund verður gaman að fylgjast með Jadon Sancho og Christian Pulisic. Mario Götze byrjar hjá Dortmund.

Bæði lið eru að glíma við meiðslavandræði. Harry Kane, Dele Alli, Eric Dier og Ben Davies eru meðal þeirra sem missa af leiknum í liði heimamanna en Marco Reus verður ekki með í liði Dortmund.

Tottenham: Lloris, Aurier, Alderweireld, Sanchez, Foyth, Vertonghen, Winks, Sissoko, Eriksen, Lucas, Son.
(Varamenn: Gazzaniga, Trippier, Rose, Skipp, Wanyama, Lamela, Llorente)

Dortmund: Burki, Hakimi, Zagadou, Diallo, Schmelzer, Witsel, Delaney, Dahoud, Sancho, Pulisic, Gotze.
(Varamenn: Hitz, Guerreiro, Balerdi, Philipp, Wolf, Schmelzer, Larsen)

Í hinum leik kvöldsins mætast Ajax og Real Madrid. Spænsku risarnir hafa unnið Meistaradeildina síðustu þrjú ár en liðið hefur verið í basli heima fyrir á leiktíðinni.

Ajax er í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni, sex stigum á eftir toppliði PSV Eindhoven.

Hér að neðan eru byrjunarliðin fyrir þann leik.

Ajax: Onana, Mazraoui, De Ligt, Blind, Tagliafico, Van de Beek, De Jong, Schone; Ziyech, Neres, Tadic.

Real Madrid: Courtois; Carvajal, Ramos, Varane, Reguilon; Casemiro, Modric, Kroos; Bale, Benzema, Vinicius
Athugasemdir
banner