Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. febrúar 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Icardi valdi sjálfur að fara ekki með
Mauro Icardi og Samir Handanovic, núverandi fyrirliði Inter.
Mauro Icardi og Samir Handanovic, núverandi fyrirliði Inter.
Mynd: Getty Images
Það hefur greinilega ekki farið vel í argentíska framherjann Mauro Icardi að missa fyrirliðabandið hjá Inter.

Icardi var í gær sviptur fyrirliðabandinu hjá Inter og það gefið Samir Handanovic, markverði liðsins.

Sjá einnig:
Di Marzio telur sig vita hvers vegna bandið var tekið af Icardi

Inter er að fara að spila við Rapíd Vín á útivelli í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Icardi er ekki í hópnum, en Luciano Spalletti, segir að Icardi hafi sjálfur valið að fara ekki með.

„Við völdum hann, en hann vildi ekki fara með," sagði Spalletti.

Argentíski sóknarmaðurinn hefur vakið athygli annarra félaga og hefur hann helst verið orðaður við Juventus, Chelsea og Real Madrid. Það hefur reynst basl fyrir Inter að reyna að endursemja við hann.
Athugasemdir
banner
banner