Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. febrúar 2019 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Tottenham pakkaði Dortmund saman
Real Madrid hafði betur gegn Ajax
Tottenham er í mjög góðum málum.
Tottenham er í mjög góðum málum.
Mynd: Getty Images
Lucien Favre, stjóri Dortmund.
Lucien Favre, stjóri Dortmund.
Mynd: Getty Images
Asensio gerði sigurmark Real Madrid.
Asensio gerði sigurmark Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Tottenham lagði Borussia Dortmund að velli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn var fullkominn fyrir lærisveina Mauricio Pochettino.

Leikurinn fór fram á Wembley í London og voru það heimamenn sem fengu fyrsta færi leiksins. Lucas Moura átti þá frábæra tilraun sem fór rétt fram hjá markinu.

Dortmund fékk sín færi í fyrri hálfleiknum, en Hugo Lloris var vel á verði. Staðan að loknum fyrri hálfleiknum var markalaus.

Eftir nokkrar sekúndur kom fyrsta markið í þessum leik. Það skoraði Son Heung-min. Hver annar? Son er að sýna það og sanna á þessu tímabili að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki.

Dortmund var heilt yfir líklegri aðilinn í fyrri hálfleik til að skora, en Tottenham mætti með mikinn kraft í seinni hálfleiknum og voru betri í honum.

Á 83. mínútu kom annað mark Tottenham og það skoraði varnarmaðurinn Jan Vertonghen eftir frábæra sendingu frá Serge Aurier.

Á 87. mínútu skoraði varamaðurinn Fernando Llorente þriðja markið og einvígið svo gott sem búið. Frábær úrslit fyrir Tottenham. Lokatölur 3-0.

Svekkjandi tap hjá Ajax gegn Real Madrid
Í Hollandi mættust Ajax og Real Madrid og þar voru heimamenn heilt yfir sterkari aðilinn.

Ajax skoraði mark í fyrri hálfleiknum þegar varnarmaðurinn Nicolas Tagliafico skoraði. En það var söguleg stund í kjölfar þess er markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu.

Á 60. mínútu skoraði Karim Benzema fyrsta mark leiksins eftir flottan undirbúning frá ungstirninu Vinicius Junior. Ríkjandi Evrópumeistararnir komnir 1-0 yfir, en Ajax jafnaði sanngjarnt með marki Hakim Ziyech þegar stundarfjórðungur var eftir.

Það dugði samt ekki fyrir Ajax þar sem Marco Asensio skoraði sigurmark spænska liðið er lítið var eftir. Grátlegt fyrir Ajax sem spilaði vel í kvöld.

Real Madrid og Tottenham í góðum málum og stefna í 8-liða úrslitin.

Tottenham 3 - 0 Borussia D.
1-0 Son Heung-Min ('47 )
2-0 Jan Vertonghen ('83 )
3-0 Fernando Llorente ('86 )

Ajax 1 - 2 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('60 )
1-1 Hakim Ziyach ('75 )
1-2 Marco Asensio ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner