Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 13. febrúar 2019 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Leeds á toppinn og Reading úr fallsæti
Bielsa er með sína menn á toppnum.
Bielsa er með sína menn á toppnum.
Mynd: Getty Images
Nelson Oliveira skoraði sigurmark Reading.
Nelson Oliveira skoraði sigurmark Reading.
Mynd: Getty Images
Leeds er á toppnum í Championship-deildinni í Englandi eftir sigur á Swansea í kvöld.

Pontus Jansson og Jack Harrison skoruðu fyrir Leeds í fyrri hálfleik en Oli McBurnie minnkaði muninn fyrir Swansea úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Lengra komst Swansea ekki og því fara stigin þrjú til Leeds sem situr á toppnum.

Leeds kemst á toppinn þar sem Norwich tapaði gegn Preston á útivelli í kvöld. Leeds er með tveggja stiga forystu á Norwich.

Íslendingalið Reading komst upp úr fallsæti með 2-1 sigri á Blackburn. Nelson Oliveira gerði sigurmark Reading á 86. mínútu. Jón Daði Böðvarsson kom inn á fyrir Oliveira í uppbótartíma.

Aston Villa tapaði þá 1-0 fyrir Brentford á dramatískan máta. Birkir Bjarnason var allan tímann á varamannabekknum hjá Villa, sem er í tíunda sæti.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins í Championship-deildinni.

Ipswich Town 1 - 1 Derby County
0-1 Lawrence ('2 )
1-1 Nolan ('55 )

Preston NE 3 - 1 Norwich
1-0 Davies ('2 )
2-0 Gallagher ('24 , víti)
3-0 Maguire ('69 )
3-1 Pukki ('90 )

Brentford 1 - 0 Aston Villa
1-0 Maupay ('90 )

Leeds 2 - 1 Swansea
1-0 Pontus Jansson ('20 )
2-0 Jack Harrison ('34 )
2-1 Oliver McBurnie ('87 , víti)

Sheffield Utd 1 - 0 Middlesbrough
1-0 Richard Stearman ('61 )
Rautt spjald:Daniel Ayala, Middlesbrough ('64)

Wigan 0 - 0 Stoke City

Reading 2 - 1 Blackburn
1-0 John Swift ('45 )
1-1 Amari Bell ('82 )
2-1 Nelson Oliveira ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner