Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. febrúar 2019 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Courtois og Ramos eru stuðningsmenn VAR
Mynd: Getty Images
Real Madrid hafði betur gegn Ajax í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lokatölur voru 2-1 fyrir Real Madrid.

Það var vafaatriði í fyrri hálfleiknum þegar mark sem Ajax hafði skorað var dæmt af með myndbandsdómgæslu (VAR).

Sjá einnig:
VAR notað í fyrsta sinn - Mark dæmt af Ajax

Damir Skomina, dómari, dæmdi rangstöðu á Dusan Tadic. Tadic snerti ekki boltann en hindraði för Thibaut Courtois, markvarðar Real Madrid.

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, og Courtois lýstu yfir ánægju sinni með VAR eftir leikinn.

„Ég hef oft sagt það að ég er mikill stuðningsmaður VAR vegna þess að það gerir fótboltann sanngjarnari," sagði Ramos.

„Það var mikil heppni að VAR var til staðar. Enginn hefði séð þetta annars," sagði Courtois.

Verið er að nota myndbandsdómgæslu í fyrsta sinn í Meistaradeildinni, en hún mun koma inn í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner