Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. febrúar 2019 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez hljóp á aðstoðardómarann - Tæpur fyrir næsta leik
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez átti arfaslaka innkomu er Manchester United tapaði 2-0 gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Sanchez kom inn á í hálfleik og var harðlega gagnrýndur fyrir innkomu sína.

Sanchez hefur ekki sýnt mikið síðan hann kom til United í janúar á síðasta ári.

Sanchez hefur verið í svolitlu basli með meiðsli að undanförnu, en nú segir Daily Mail frá því að Sanchez sé í kapphlaupi við tímann að ná næsta leik United, sem er gegn Chelsea í FA-bikarnum.

Sanchez meiddist í gær áður en hann kom inn á. Hann meiddist er hann var að hita upp. Hann hljóp á aðstoðardómarann.

Hann náði að spila leikinn í gær en óljóst er hvort hann geti spilað gegn Chelsea.



Athugasemdir
banner
banner
banner